Fréttir og tilkynningar

Eftir Stefna Hugbúnaðarhús
•
23. janúar 2024
„Algalíf Iceland hf. hefur skráð hlutabréf félagsins hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. ( VBM) og fær með því lögformlega staðfestingu á eignarhaldi og réttindum fyrir fjárfesta auk þess sem skráning í verðbréfamiðstöð einfaldar vinnu stjórnenda og fjárfestar sjá eignir sínar og hreyfingar í netbanka. Við erum mjög ánægð að hafa valið að skrá hlutabréf félagsins hjá VBM og vorum leidd í gegnum skráningarferlið af öryggi og fagmennsku.“ Orri Björnsson framkvæmdastjóri Algalíf Iceland hf.

Eftir Stefna Hugbúnaðarhús
•
1. júní 2023
Í dag, 01 júní 2023 tekur gildi ný reglugerð nr. 441/2023 um eignarskráningu í verðbréfamiðstöð. Með gildistökunni fellur niður heimild verðbréfamiðstöðvar þar sem hlutabréf félaga eru rafrænt skráð til að krefjast samþykki hluthafafundar (eða skriflegs samþykkis hluthafa) fyrir afskráningu í þeirri verðbréfamiðstöð og flutnings rafrænnar skráningar félagsins til annarrar verðbréfamiðstöðvar. Þessar breytingar einfalda mikið ferlið við flutning verðbréfa á milli verðbréfamiðstöðva. Samkvæmt 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er heimilt samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins að gefa út hlutabréf með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð í samræmi við lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga. Samkvæmt hlutafélagalögum eru ákvarðanir um rafræna skráningu félags og því eðli málsins samkvæmt einnig afskráningu, í höndum stjórnar félags. Reglugerð nr. 441/2023 um eignarskráningu í verðbréfamiðstöð má nálgast hér https://island.is/reglugerdir/nr/0441-2023 og lög nr. nr. 2/1995 um hlutafélög má nálgast hér https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995002.html

Eftir Ólafur Guðmundsson
•
3. janúar 2023
Starfsleyfi VBM hefur nú verið endurnýjað á grundvelli laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga og gildir á evrópska efnahagssvæðinu og stækkar því starfsvæði VBM töluvert og er þetta stór og mikilvægur áfangi fyrir félagið.