Starfsleyfi endurnýjað

3. janúar 2023

Starfsleyfi endurnýjað

Starfsleyfi VBM hefur nú verið endurnýjað á grundvelli laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga og gildir á evrópska efnahagssvæðinu og stækkar því starfsvæði VBM töluvert og er þetta stór og mikilvægur áfangi fyrir félagið.

Endurnýjað starfsleyfi gerir VBM kleift að þjónusta sína viðskiptavini enn betur á nýju ári m.a. með skráningu útgáfa og hvers kyns umsýslu fyrirtækjaaðgerða svo eitthvað sé nefnt. Okkar markmið er að veita frábæra þjónustu á góðu verði til íslensks fjármálamarkaðar.

Sjá frétt Seðlabanka Íslands https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/01/03/Verdbrefamidstod-Islands-hf.-faer-uppfaert-starfsleyfi-sem-verdbrefamidstod-/
Eftir Halldóra Guðrún Hinriksdóttir 15. janúar 2025
„Ferli við skráningu og greiðslu víxla hjá VBM gengur hratt og vel fyrir sig og fyrir hönd Ölgerðarinnar get ég fyllilega mælt með þjónustu VBM“. Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 23. janúar 2024
„Algalíf Iceland hf. hefur skráð hlutabréf félagsins hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. ( VBM) og fær með því lögformlega staðfestingu á eignarhaldi og réttindum fyrir fjárfesta auk þess sem skráning í verðbréfamiðstöð einfaldar vinnu stjórnenda og fjárfestar sjá eignir sínar og hreyfingar í netbanka.  Við erum mjög ánægð að hafa valið að skrá hlutabréf félagsins hjá VBM og vorum leidd í gegnum skráningarferlið af öryggi og fagmennsku.“ Orri Björnsson framkvæmdastjóri Algalíf Iceland hf.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 27. nóvember 2023
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að VBM er nú orðinn fullgildur aðili að ECSDA (European Central Securities Depositories Association) , samtökum evrópskra verðbréfamiðstöðva.
Sýna fleiri
Share by: