Þjónusta við útgefendur

Rafræn eignaskráning verðbréfa

Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM) þjónustar útgefendur og fjárfesta með rafræna eignaskráningu verðbréfa (hlutabréf, skuldabréf, víxla og hlutdeildarskírteini, hvort heldur þau eru skráð í kauphöll eða ekki).

Ávinningur af rafrænni eignaskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð liggur í lögformlegri staðfestingu á eignarhaldi og réttindum. Skráning bréfa einfaldar vinnu stjórnenda og fjárfestar sjá eignir sínar og hreyfingar í netbanka og áramótastöðu hjá skattinum.

Skráning verðbréfa s.s. hlutabréfa, skuldabréfa og víxla eykur öryggi fyrir fjárfesta og fagmennsku í kringum fjárfestingar. Uppgjör verðbréfaviðskipta er formlegt, einfalt og öruggt ferli. Í kerfinu hjá okkur er hluthafaskráin alltaf uppfærð skv. nýjustu hreyfingum og hægt er að framkvæma allar fyrirtækjaaðgerðir, t.d. greiða út arð, lækka og hækka hlutafé, hlutabréfaskipti og margt fleira sem tengist meðferð hlutafjár.

Rafræn skráning verðbréfa er nauðsynleg ef útgefendur vilja skrá verðbréfin á markað í kauphöll.

Ferlið við skráningu í verðbréfamiðstöð:

  1. Stjórn félagsins ákveður að skrá verðbréf hjá VBM.
  2. Gerður er útgáfusamningur ásamt útgáfulýsingu við VBM.
  3. Útgefandi lætur VBM hafa hluthafalista með stöðum hvers og eins.
  4. Ákveðið hvenær skráning á að taka gildi.
  5. VBM sér um samskipti við viðskiptabanka vegna skráningarinnar.

Samkvæmt 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er heimilt samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins að gefa út hlutabréf með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð í samræmi við lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga. Samkvæmt hlutafélagalögum eru ákvarðanir um rafræna skráningu félags og því eðli málsins samkvæmt einnig afskráningu, í höndum stjórnar félags.

Útgáfusamningur og útgáfulýsing

Þegar verðbréf (hlutabréf, skuldabréf og víxlar) eru skráð í verðbréfamiðstöð er gerður útgáfusamningur og gefin út útgáfulýsing.

Við undirritun útgáfusamnings er útgáfan stofnuð í kerfum VBM. VBM ábyrgist að skráningar á réttindum yfir verðbréfum útgefenda séu í samræmi við skráningarfærslu viðskiptabanka.

Útgáfusamningurinn og útgáfulýsingin eru lögð til grundvallar skráningunni. Í útgáfusamningi koma fram auðkenni útgáfu og önnur skilyrði sem varða útgáfuna. Allar breytingar á útgáfusamningi eða útgáfulýsingu þarf að tilkynna til VBM.

Ávinningur af rafrænni eignaskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð fyrir félög og sjóði liggur í lögformlegri staðfestingu á eignarhaldi og réttindum. Skráning bréfa einfaldar vinnu stjórnenda og fjárfestar sjá eignir sínar og hreyfingar í netbanka og áramótastöður hjá skattinum.

Ef verðbréf eru þegar skráð í aðra verðbréfamiðstöð aðstoðar VBM við að færa þau til VBM svo útgefendur geti notið hagstæðari verða.

Hlutabréf:

Útgáfusamingur fyrir hlutabréf
Útgáfulýsing fyrir hlutabréf

Skuldabréf:

Útgáfusamingur fyrir skuldabréf
Útgáfulýsing fyrir skuldabréf

Víxlar:

Útgáfusamingur fyrir víxla
Útgáfulýsing fyrir víxla

Önnur eyðublöð:

Yfirlit yfir eyðublöð tengd útgefendum

Hluthafaskrá og fyrirtækjaaðgerðir

Hjá VBM geta útgefendur verðbréfa (hlutabréfa, skuldabréfa og víxla) nálgast uppfærða hluthafaskrá og fengið aðstoð við allar fyrirtækjaaðgerðir.

Hluthafaskráin geymir allar upplýsingar um hluthafa og hún uppfærist í rauntíma í samræmi við viðskipti með bréf í félaginu eða sjóðnum. Skrá yfir hluthafa er einnig tengd við þjóðskrá svo heimilisföng uppfærast daglega.

Einfalt er að framkvæma fyrirtækjaaðgerðir í samstarfi við VBM m.a.:

  • Arðgreiðslur frá hlutafélagi til eigenda fyrir milligöngu reikningsstofnana.
  • Vaxtagreiðslur og afborgunum frá útgefendum til eigenda fyrir milligöngu reikningsstofnana.
  • Hækkun og lækkun á hlutafé.
  • Aðrar fyrirtækjaaðgerðir í samræmi við beiðni útgefanda.

Auk þess er auðvelt aðgengi að hreyfingalistum og stöðulistum fyrir félagið og einstaka hluthafa. Hluthafar sjá upplýsingar um bréfin og stöðuna í heimabanka og hjá skattinum.

Hjá VBM er hægt að fá gögn fyrir hluthafafundi:

  • Uppfærða hluthafaskrá miða við síðustu hreyfingar
  • Hreyfingalista
  • Stöðulista

Skrá verðbréf