Spurningar og orðskýringar

Orðskýringar

Verðbréf, hlutabréf og skuldabréf

Verðbréf er útgefið skjal sem er ávísun á verðmæti og hefur peningagildi miðað við t.d. gengi hlutabréfa fyrirtækis. Nákvæm og fræðileg skýring á verðbréfum er að til verðbréfa teljast öll framseljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildis hennar, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignaréttindum að öðru en fasteignum eða einstökum lausafjármunum. Þegar rætt er um verðbréf í daglegu tali er oftast átt við hlutabréf eða skuldabréf.

Hlutabréf eru sönnunargögn sem gefin eru út til hluthafa fyrir þeim hlut sem hann á í hlutafélagi. Hlutabréf virka þannig að ef fyrirtækinu sem hluthafi á bréf í gengur vel, hagnast hann en ef því gengur illa minnkar verðmæti hlutabréfsins og hann tapar. Hlutabréf er því í eðli sínu áhættusöm fjárfesting. Arður er greiddur út til hluthafa, en það er gróði fyrirtækisins, sem skiptist jafnt á milli hluthafa í hlutfalli við hlutafjáreign.

Skuldabréf felur í sér skriflega yfirlýsingu þar sem útgefandinn einhliða og skilyrðislaust viðurkennir skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu. Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og vaxta, sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir.

ISIN númer

ISIN stendur fyrir The International Securities Identification Number (ISIN) og er er kóði sem ætlað er að auðkenna verðbréf. ISIN-númerið samanstendur af tólf stafa röð af tölustöfum. Kóðinn hefur þrjá þætti: hann byrjar á tveggja stafa landskóða samkvæmt ISO-6166 staðlinum, fylgt eftir með 9 tölustöfum (stafir og tölustafir) og loks ávísunarstafur, sem er reiknaður út frá fyrri 11 stöfum með svo -kallað Luhn reiknirit.

Útgefandi ISIN númera er The Association of National Numbering Agencies (ANNA) og umboðsaðili þeirra á Íslandi er Nasdaq verðbréfaskráning. VBM sér um að útvega ISIN númer fyrir sína viðskiptavini.

LEI númer

LEI númer er 20 stafa kóði sem byggir á ISO 17442 staðlinum og er rekið af GLEIF (Global Legal Entity Identifier Foundation)

  • Eins konar alþjóðleg kennitala fyrir lögaðila sem eiga viðskipti á fjármálamörkuðum (hlutabréf, skuldabréf, gjaldeyrir o.s.frv.) og forsenda fyrir viðskiptum
  • Sérhver samningur sem gerður er á markaðinum mun tengjast hinum viðsemjandanum með LEI númeri
  • Notað af eftirlitsaðilum til að hafa umsjón með fjármálamörkuðum, þar sem LEI tengir saman fjármálamarkaði, fyrirtæki og eftirlitsaðila
  • Útgáfa LEI númers er í höndum viðurkenndra umboðsaðila (Local Operating Unit) fyrir hönd GLEIF
  • Sjá nánar: LEIRegister.is

Dæmigerðar spurningar

Hver er ávinningur af skráningu í VBM fyrir félög og sjóði?

Með skráningu í verðbréfamiðstöð fæst eftirfarandi ávinningur:

  • Lögformleg staðfesting á eignarhaldi og réttindum.
  • Eignarskráning er sönnun á eignarhaldi.
  • Skrá í kerfi verðbréfamiðstöðvar jafngildir löglegu framsali á réttindum.
  • Öryggi fyrir fjárfesta.
  • Auðveldar vinnu stjórnenda og eykur öryggi upplýsinga.
  • Bætir ásýnd og eykur trúveruleika félagsins.
  • Hluthafar sjá hlutabréf í heimabanka og á yfirlitum hjá skattinum.

Hver er munurinn á skráningu í VBM og skráningu í kauphöll?

VBM veitir útgefendum verðbréfa (hlutabréfa, skuldabréfa og hlutdeildarskírteina) þjónustu við rafræna skráningu bréfanna. Ávinningur af skráningu í verðbréfamiðstöð í liggur í lögformlegri staðfestingu á eignarhaldi og réttindum, meðal annars þannig að fjárfestir sér eignina sína netbanka og hjá skattinum. Skráning eykur því öryggi fyrir fjárfesta og fagmennsku í kringum fjárfestingar. Í kerfinu hjá VBM er hluthafaskráin er alltaf uppfærð skv. nýjustu hreyfingum og hægt er að framkvæma allar fyrirtækjaaðgerðir, t.d. greiða út arð, í gegnum kerfið.

Þegar verðbréf eru skráð í kauphöll eru þau sett á opin markað sem kauphöllin starfrækir. Á markaðnum geta eigendur verðbréfanna selt bréfin og nýir aðilar keypt. Til að fá verðbréf skráð í kauphöll þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, m.a. um stærð útgáfu, dreifingu eignarhalds o.s.frv. Auk þess verður útgefandi verðbréfa skylt að upplýsa markaðinn um allar breytingar á högum félagsins varðandi t.d. fjármögnun, hækkun og lækkun hlutafjár o.fl.

Ef skrá á verðbréf í kauphöll þarf fyrst að skrá þau hjá verðbréfamiðstöð.

Geta fjárfestar verið beinir aðilar að VBM?

Nei, fjárfestar geta ekki verið beinir aðilar að VBM. Í lögum um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu nr. 17 frá 2020 kemur fram að þátttakendur í verðbréfamiðstöðvum séu aðeins Seðlabankar, aðrar verðbréfamiðstöðvar, lánastofnanir, fjármálafyrirtæki og rekstrarfélög verðbréfasjóða eins og skilgreint eru í viðeigandi lögum. Fjárfestar þurfa því að vera með vörslu og uppgjör hjá fjármálafyrirtæki sem gert hefur aðildarsamning við VBM.

Hvert er ferlið við skráningu í Verðbréfamiðstöð?

Í stuttu máli er dæmigert ferli:

  1. Stjórn félagsins ákveður að skrá verðbréf hjá VBM.
  2. Gerður er útgáfusamningur ásamt útgáfulýsingu við VBM.
  3. Útgefandi lætur VBM hafa hluthafalista með stöðum hvers og eins.
  4. Ákveðið hvenær skráning á að taka gildi.
  5. VBM sér um samskipti við reikningsstofnanir (banka) vegna skráningarinnar.