Fréttir og tilkynningar
Aðildarsamningur við Landsbankann
Landsbankinn hefur gert aðildarsamning við Verðbréfamiðstöð Íslands, en samningur þessi er mikilvægur áfangi fyrir félagið.
Þátttakendur í verðbréfauppgjörskerfi VBM eru nú Seðlabanki Íslands, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn sem geta sent inn viðskiptafyrirmæli með rafræn verðbréf til uppgjörs, auk þess að stofna reikninga fyrir viðskiptavini sína til vörslu rafbréfa. Verðbréfauppgjörskerfi VBM uppfyllir kröfur laga um uppgjör rafrænna verðbréfa og tengist millibankakerfi Seðlabanka Íslands.
Sérstaða VBM felst í því að vera að fullu íslenskur innviður sem starfrækir verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör verðbréfaviðskipta undir íslensku eftirliti.